Wednesday, October 31, 2012

ch-ch-cha-chains!


Ég þarf virkilega að fara að gera mér ferð í Byko og kaupa fullan poka af keðjum! Ætla m.a. að búa til nokkur svona og blanda saman mismunandi keðjum til þess að gera þau meira áhugaverð. Það er gaman að föndra - hlakka til!

Sometimes simple is moreSmá skotin.Smá skotin í svona fínu höfuðskrauti. Heillandi! Væri alveg til í að eiga eitt eða tvö.. Veit að þau fást m.a. í Spúútnik á Laugaveginum. Verð að gera mér ferð þangað sem fyrst...

Það er farið að kólna!
Þessa dagana ranka ég við mér að frjósa úr kulda hvern einasta dag. Það er eins og þessi Kuldaboli girnist mig. Hafi virkilega ákveðið að ef ég frostna verði ég hans. Það er því að verða dagleg rútína hjá mér að berjast við þessa óvæntu ást. Farin að íhuga að klæða mig betur, eina ráðið sem mér dettur í hug. Annars held ég að ég yrði ágætis ísdrottning.

Í augnablikinu sit ég á kaffihúsi og drekk heitt grænt te. Er að reyna að mana mig til þess að fara út vitandi að kaldur vindurinn taki á móti mér. Áðan snjóaði. Flestir virðast vera að fjúka hingað inn, vindbarðir með rauð nef. Í gær laumaðist ég til þess að raula jólalag á meðan ég arkaði í bílinn minn sem er ávallt lagður lengst uppí götu, langt frá bænum, langt frá öllum stöðumælum. Held að jólalagaraulið hafi í raun hjálpað mér, hlýnaði í hjartanu og fann því ekki jafn mikið fyrir frostna hálsakotinu..já, ég gleymdi treflinum heima  um morguninn. Hins vegar fékk trefillinn að fljóta með í dag.. sýnist ég samt þurfa á notalegu lagi að halda til þess að komast heil af. Afhverju eru kraftgallar ekki inn í dag? Einn, tveir.. og út eftir smá. 

bubbles?Það sem er í næstmestu uppáhaldi hjá mér* í sambandi við íbúðina mína, er baðkarið! Það er svo langt síðan ég hef haft aðgang að baðkari að ég er alveg að missa mig í baðgleðinni þessa dagana. Það er líka svo þægilegt að hugsa í baði og velta aðeins fyrir sér lífinu.. Og svo er bað fullkomin ástæða til þess að kveikja á nokkrum kertum og setja í gang huggulega tónlist! Notalegheit!* það sem er í mestu uppáhaldi hjá mér er og verður alltaf fataherberið mitt  ;)


John and Yoko in costume, 1968.


Þessi mynd er tekin árið 1968 af John og Yoko í þessum líka huggulegu búningum. Með svalari pörum þess tíma! Gleymi mér oft við að skoða myndir af þeim.

Fullkomin byrjun á degi?Dálæti mitt á Erró er næstum vandræðalegt. Það sem mér finnst hann áhugaverður og list hans heillar mig. Hann er einn fyrsti listamaðurinn sem vakti áhuga hjá mér á list þegar ég var barn. Ég var því ekkert sérstaklega hávaxinn þegar sökti mér ofan í ævisögu hans, las allt sem ég fann um hann, hvort sem það var um list eða frjálslegan lífstíl. Við heimsóktum Listasafn Reykjavíkur og skoðuðum sýninguna sem er uppi þar með Erró í tímanum Alþjóðlegri nútímalist í morgun. Ég verð að viðurkenna að ég var búin að sjá þá sýningu nokkrum sinnum áður .. en ég gleymi mér alltaf. 

Á örugglega eftir að tjá mig um aðdáun mína á þessu manni aftur. Það verður að umberast ;)

lovely


Tuesday, October 30, 2012

Kuldaboli..og ég

Verð að viðurkenna að ég er ekkert orðin háð því að hafa mig út í myrkrið á kvöldin til þess að skokka. Svo er líka að verða svooo kalt. Tilneydd til þess að skokka meira og stoppa minna til þess að halda á mér hita. Fjandinn. Fyrir utan þá staðreynd að þurfa að hlaupa, til öryggis, af mér allan "ólýðinn" sem gæti leynst í skúmaskotum borgarinnar. Hlaupppaaa, takk. Ákvörðunin að snúsa um morguninn í stað þess að hafa mig í ræktina fyrir skólann er því ekki jafn sjarmerandi þegar ég kem heim á kvöldin... En hver veit nema ég snúsi aftur daginn eftir? Get ekki tekið sénsinn, verð að hreyfa mig núna. Fuck.  

Þegar ég hef hins vegar komið mér út þá er þetta ósköp ljúft. Með tónlist í eyrunum næ ég að hunsa hjartað í buxunum og fer að kunna ágætlega við myrkrið. Ég heillast auðveldlega af ljósum í myrkri. Já...þið sem sjáið í gegnum mig..ég er að reyna að gera miðnætursskokk hugmyndina meira sjarmerandi þar sem hún bíður mín þegar ég hunskast heim. Megi kuldaboli smjatta á kinnunum á mér. Get'kki beðið... ví.

Today's details

Indjánafílingur, pallíettur og málmur.  Ég kúrði fram að  hádegi..alveg óvart. Rumskaði annað slagið, aðalega til þess að  stilla klukkuna á korters snús til viðbótar eða til þess að svara vinum mínum sem virtust hafa ákveðið að takast á við daginn fyrr en ég. Upphaflegt plan var að kíkja í ræktina fyrir  tíma en í morgun virtist auðvelt að fresta því til kvöldsins. Næst á dagskrá: námsbókalestur og chai latte á  Café Mezzo.  Þessi vika er að fara ágætlega með mig. 
Njótið dagsins sykrur!

Monday, October 29, 2012

ÁstarsambandÉg hef tekið ástfóstri við Vagabond. Skóna á efri myndinni hef ég þurft að líma saman einu sinni og er bókstaflega að verða búin að nýta allt það besta úr þeim. Samband okkar var yndislegt enda voru þeir til í að hanga næstum alltaf með mér. Pössuðu við allt. Nú eru þeir farnir að láta á sjá aftur og korter í að ég standi í þeim hælalausum.. ætli ég taki ekki hintinu í þetta skiptið? Boða jarðaförina þegar nær dregur. 

Seinni skórnir voru keyptir þegar ég fór að átta mig á að þeirri fyrri yrðu ekki eilífir. Þeir eru líka ljúfir. Kannski ekki alveg eins þægilegir enda aðeins hærri en þeir leggja sig þó alla framm við að reynast mér sem best. Ég kann að meta það. Þar sem ég er samt korter í skóböðul, þá er farið að sjást á þeim enda helst ekki viljað fara úr þeim síðustu mánuði. Þeir hafa verið notaðir á djammið sem og í vinnuna. Ég er í þeim núna.  Þeir púlla þó enn að vera orðnir smá snjáðir að framan svo ég vona að þeir krefjist ekki skilnaðar á næstunni. Ég er allavega ekki tilbúin í sambandslit.  Hins vegar get ég ekki komist hjá því að þrá nýtt par og skapa þar með hinn fullkomna Vagabond þríleik. Elsku Vagabond. Út í búð strax og óvæntar 30.000 kr laumast í vasann minn. 

On my way to work by Instagram


...once again, I made it to work! ;)