Sunday, December 30, 2012

Biðin

Fjölskyldu minni að þakka eru jólin, og verða vonandi alltaf í uppáhaldi hjá mér. Þessar myndir tók ég í biðinni eftir jólunum, klukkan slæi sex.

ChangeMade some change! Jólaklippingin klippti topp á mig og dekkti á mér hárið. Var í smá sjokki en jafnaði mig fljótt. Er virkilega ánægð en skolið er enn að lýsast svo fljótlega verður rauði blærinn minn meira ríkjandi. Get alltaf treyst henni Gunnellu minni í Metro á Húsavík. Snilli! Fín breyting í des.

Marcel Castenmiller
Pretty, pretty,pretty. Gleymi mér við að skoða myndir af honum. Útlit hans er heillandi. Væri ekki leiðinlegt að taka myndir af honum, jæks!

Tuesday, December 4, 2012

The Supers

Keira


Fullkomin! Kjóllinn, hárið, varaliturinn...


Ég hef verið að lesa Önnu Kareninu undanfarið en það gengur því miður frekar hægt.. Það er alltaf eitthvað sem ég þarf nauðsynlega að lesa fyrir skólann sem kemur á milli mín og Önnu. 
En jæja, ég hef alveg til 13. febrúar til að klára bókina því þá verður myndin sýnd á Íslandi - get varla beðið!
(Og já, ég játa það að ég er aðallega spennt fyrir henni vegna búninganna, heh)


Beauties!


Ég held samt að Keira Knightley muni vera fullkomin Anna! Eftir að ég sá trailerinn, þá get ég ekki annað en ímyndað mér hana þegar ég er að lesa bókina. 
Ég elska stílinn hennar - alltaf svo fáguð og fullkomin.
 Oooooog sem betur fer er hún hætt að klæða sig svona:                               

                            

"Buddy the Elf - what's your favourite colour?"


Ég er ennþá með smá krampa í hendinni eftir intense próf í morgun þar sem ég þurfti að skrifa stanslaust í þrjá tíma (þyrfti að reyna að hætta að skrifa svona fast þegar ég er stressuð) en höndin mín fær ekkert frí því núna er komið að ritgerðarskrifum.. Ég er samt búin að lofa því að gefa henni smá frí í kvöld og horfa á eina af uppáhalds jólamyndunum mínum : Elf


Hmm.. gæti hafa horft á byrjunina á þessu myndbandi  - leigubílinn - 
nokkrum sinnum.. Ég er svo einföld að ég hlæ alltaf að því ..

Ég er ekkert svakalegur Will Ferrell aðdáandi en þessi mynd er samt svo þægilega í milliveginum á því að vera með ýktan húmor og svo raunverulegan og fyndinn húmor. Svo finnst mér hún líka alveg smá notaleg!

Það er orðið smá jólalegra úti því það er búið að snjóa aðeins (Keilir lítur samt frekar út eins og Sovétríkin í staðinn fyrir Norðurpólinn..) og Elf er fullkomin mynd til þess að gera mann spenntan fyrir jólunum - enda ekki annað hægt en að smitast af ákafa Buddy

"SAAANTAAAAAA!"


p.s. 20 dagar í jólin!


Saturday, December 1, 2012

Baby, it's cold outside...


...væri alveg til í að vera í jólakulda í New York núna. Í staðin er ég í Háskólakuldanum að læra fyrir próf.

Dora Maar

Ég á að vera að læra undir Alþjóðlega nútímalistsögu, 1870-1970.. en ég gleymi mér alltaf við að skoða myndir eftir hvern og einn listamann. Allt í einu er mér svo litið á klukkuna og einn enn klukkutíminn hefur horfið. Þetta gengur hægt, en mér leiðist allavega ekki...
Dora Maar (1907 - 1997) var franskur ljósmyndari og málari sem ólst upp í Argentínu. Hún tók myndirnar hér að ofan.en verk eftir hana vekja áhuga minn. Sé svo ekki minnst á að hún átti í ástarsambandi við Picasso í um níu ár. Það sem ég hefði verið til í að fá að fylgjast með honum við vinnu sína og jafnvel smella af honum nokkrum myndum!
Dora öðlaðist talsverðar virðingar hjá súrrealistum og mæli ég með því að þið skoðið verk eftir hana frekar. Portrait myndir af henni sjálfri eru líka heillandi enda var fegurð hennar eitt af því sem heillaði Picasso hvað mest.

Dora Maar tekin af Man Ray
Portrait af Doru Maar málað af Picasso

Desembergleði!


Í tilefni þess að það er 1. desember þá er hérna lítið myndband sem gleður mig óstjórnlega!
Þetta jólalag er kannski ekkert sérstaklega í uppáhaldi en myndbandið er svoooo þess virði þannig að ég er búin að heyra þetta lag nokkuð oft.
Njótið!