Saturday, December 1, 2012

Dora Maar









Ég á að vera að læra undir Alþjóðlega nútímalistsögu, 1870-1970.. en ég gleymi mér alltaf við að skoða myndir eftir hvern og einn listamann. Allt í einu er mér svo litið á klukkuna og einn enn klukkutíminn hefur horfið. Þetta gengur hægt, en mér leiðist allavega ekki...
Dora Maar (1907 - 1997) var franskur ljósmyndari og málari sem ólst upp í Argentínu. Hún tók myndirnar hér að ofan.en verk eftir hana vekja áhuga minn. Sé svo ekki minnst á að hún átti í ástarsambandi við Picasso í um níu ár. Það sem ég hefði verið til í að fá að fylgjast með honum við vinnu sína og jafnvel smella af honum nokkrum myndum!
Dora öðlaðist talsverðar virðingar hjá súrrealistum og mæli ég með því að þið skoðið verk eftir hana frekar. Portrait myndir af henni sjálfri eru líka heillandi enda var fegurð hennar eitt af því sem heillaði Picasso hvað mest.

Dora Maar tekin af Man Ray
Portrait af Doru Maar málað af Picasso

No comments:

Post a Comment