Friday, November 30, 2012

Egon Schiele





Egon Schiele heillar mig. Fyrir utan stórfengleg, lifandi og persónuleg  expressjónísk verk hans þá er hann einfaldlega afskaplega myndarlegur.
Ég get gleymt mér endalaust við að renna í gegnum myndir af verkum hans á veraldarvefnum. Hvernig hann sýnir erótík á blygðunarlausan hátt og tengir hana við ást eins og ekkert sé heilagt. Schiele bókstaflega málar tilfinningar sínar og langanir og er tilbúinn að deila sjálfum sér með okkur í gegnum listina. Hann nær til mín!
Schiele deyr hins vegar eins og margir snillingar alltof ungur. Árið 1918 fá hann og kona hans, Edith sem var komin sex mánuði á leið, spænsku veikina.  Hún deyr 28 október og Schiele deyr 31. október, 28 ára gamall. Hann á að hafa teiknað nokkrar skissur af henni á þeim þremur dögum sem liðu á milli dauða þeirra.Verkjar í hjartað.
Eftirfarandi mynd eftir Schiele er í uppáhaldi kannski líka vegna þess að mamma á útprentun af henni í ramma:


Thursday, November 29, 2012

Ekki lærandi hér...



Getur einhver beðið alla þessa myndarlegu drengi um að setjast niður og læra og hætta að rölta um HÍ? Allavega klæða sig lúðalega eða vera í virkilega ljótum skóm, jafnvel inniskóm? Ekki lærandi hér....

Með fyrirfram þökk,
Dóra Kristín.

take it easy











Fannst smá skemmtilegt að rekast á þessa editorial því síðustu dagar hafa einmitt einkennst af víðum, hlýjum og þægilegum fötum - alveg nauðsynlegt í ritgerðarskrifum og prófundirbúningi! 
Efsta myndin er í uppáhaldi en það er örugglega bara vegna þess að ég á næstum því alveg eins buxur. Hef reyndar ekki enn hætt mér í að nota þær þar sem ég myndi eflaust fá nokkur skrítin augnaráð en grunar að fólki sé bara alveg sama, svona í prófatíð.. 

Anyway, ef þið eruð á bókhlöðunni og sjáið stelpu með úfið hár í víðustu silkibuxum í heimi og með permanent panikk svip á andlitinu, ekki tala við hana. Hún þarf að einbeita sér að því að læra og ekki skrifa blogg.. hmm..


Wednesday, November 28, 2012

...



Í augnablikinu vantar mig nauðsynlega meiri svefn. Ég myndi heldur ekki neita því að það væri ljúft að fá svona eins og aukaviku áður en prófin og ritgerðarskil byrja - let's make it happen people!



Tuesday, November 27, 2012

Saman sigrum við heiminn litla krútt!


Þessa dagana lifi ég á mandarínum og vatni!
Saman sigrum við heiminn litla krútt! 

Sunday, November 25, 2012

Want them!




...Ohh læt mér dreyma. Sé mig reyndar aðeins of myndrænt labba inn í GS um mánaðarmótin. Ahh, sé hvernig þetta fer! ;)

Grallarar og skottulínur


Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá mér í barnamyndatökum upp á síðkastið, sem er frábært.  Kemur mér enþá notalega, skemmtilega á óvart þegar fólk leitar til mín og óskar eftir því að ég smelli nokkrum myndum af börnunum sínum. Æði!

Í augnablikinu hafa því litir grallarar stútfyllt tölvuna mína...sem minnir mig á það að ég verð að fara að fjárfesta í nýjum hörðum diski. Smella honum á óskalistann fyrir jólin? ;)

Myndina hér að ofan tók ég á föstudaginn af litla frænda mínum Frey Jökli. Á örugglega eftir að birta fleiri myndir af honum á næstunni því pjakkurinn var allgjör fyrirsæta. Reyndar mest allan tímann á hvolfi að breika, en það er líka gaman ;)

Í gær voru svo þrjár myndatökur hjá mér, 2-3 börn í hverri töku. Í fyrsta skiptið sem ég tek myndir af börnum sem ég þekki ekkert í raun en það gekk bara mjög vel. Skemmtilega krefjandi að reyna að ná til þeirra. Ég vaknaði því með strengi í morgun...

Framundan hjá mér þennan notalega sunnudag...vinna til 23. Farið vel með ykkur!

Silver linings playbook









Ég skellti mér í miðnætur bíó í gær með vinkonu minni. Bíóferðin var skyndiákvörðun og ég hafði hvorki séð trailerinn af myndinni eða kynnt mér söguþráðinn. Við enduðum þó með popp í annari og kristal í hinni á Silver linings playbook. Sú staðreynd að Bradley Cooper leikur í henni gæti hafað spilað með val okkar. 
Myndin var góð! Ég heillaðist af Cooper í hlutverki Pat en Jennifer Lawrence var líka mögnuð sem létt geggjaða Tiffany. Svo þarf ég varla að minnast á að Robert De Niro var yndislegur. Ég gæti vel hugsað mér að horfa á hana fljótlega aftur, helst núna .. en læt það eftir mér í jólafríinu ;) 
.. ahh finn enþá fyrir augnaráði og brosi Bradley Coopers ;) - Skellið ykkur í bíó!



SunnudagsInspiration








Saturday, November 24, 2012

LaugardagsInspiration


Í dag er laugardagur...laugardags. Kannski maður fáði sér smá gúmmi!

Wednesday, November 21, 2012

furrrry















Brrrr... Það var svo kalt í dag. Ég fór bara í hlý föt í morgun en var samt skjálfandi. Vetur, ugh..
Hins vegar skrapp ég út í búð og keypti mandarínur sem er alltaf ástæða til þess að gleðjast. Svo hlustaði ég á jólalög og saumaði pils - ágæt lærdómsfrestun! 
Set kannski myndir af pilsinu seinna.. Er upptekin við að einbeita mér að því að læra ekki, eh.



...I ain't bitin' no more butts.












....simply love him!

Tuesday, November 20, 2012

Snjór og sæla




Dæmalaust yndisleg fyrirbæri, þessi systkini mín!

Notalegheit...





...langar aftur norður í snjóinn. Ég var næst því að tárast í morgun, þráði einfaldlega notalegheitin heima og annríki næstu vikna virkaði yfirþyrmandi. Stundum þarf ekki mikið til þess að slökkva á manni. Ég ákvað þó að massa jákvæða hugarfarið, tók tærnar undan sænginni og bjó mig undir að takast á við næstu 20 daga sem "óstöðvandi vélmenni". Afgreiða eitt verkefni og takast á við það næsta. Ég finn þó hjartað tifa fyrir jólalöngunina og kertaljósin heima.  Styttist! Heldur mér gangandi. Notalegheit!