Thursday, November 29, 2012

take it easyFannst smá skemmtilegt að rekast á þessa editorial því síðustu dagar hafa einmitt einkennst af víðum, hlýjum og þægilegum fötum - alveg nauðsynlegt í ritgerðarskrifum og prófundirbúningi! 
Efsta myndin er í uppáhaldi en það er örugglega bara vegna þess að ég á næstum því alveg eins buxur. Hef reyndar ekki enn hætt mér í að nota þær þar sem ég myndi eflaust fá nokkur skrítin augnaráð en grunar að fólki sé bara alveg sama, svona í prófatíð.. 

Anyway, ef þið eruð á bókhlöðunni og sjáið stelpu með úfið hár í víðustu silkibuxum í heimi og með permanent panikk svip á andlitinu, ekki tala við hana. Hún þarf að einbeita sér að því að læra og ekki skrifa blogg.. hmm..


No comments:

Post a Comment