Sunday, November 25, 2012

Silver linings playbook

Ég skellti mér í miðnætur bíó í gær með vinkonu minni. Bíóferðin var skyndiákvörðun og ég hafði hvorki séð trailerinn af myndinni eða kynnt mér söguþráðinn. Við enduðum þó með popp í annari og kristal í hinni á Silver linings playbook. Sú staðreynd að Bradley Cooper leikur í henni gæti hafað spilað með val okkar. 
Myndin var góð! Ég heillaðist af Cooper í hlutverki Pat en Jennifer Lawrence var líka mögnuð sem létt geggjaða Tiffany. Svo þarf ég varla að minnast á að Robert De Niro var yndislegur. Ég gæti vel hugsað mér að horfa á hana fljótlega aftur, helst núna .. en læt það eftir mér í jólafríinu ;) 
.. ahh finn enþá fyrir augnaráði og brosi Bradley Coopers ;) - Skellið ykkur í bíó!No comments:

Post a Comment