Sunday, November 25, 2012

Grallarar og skottulínur


Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá mér í barnamyndatökum upp á síðkastið, sem er frábært.  Kemur mér enþá notalega, skemmtilega á óvart þegar fólk leitar til mín og óskar eftir því að ég smelli nokkrum myndum af börnunum sínum. Æði!

Í augnablikinu hafa því litir grallarar stútfyllt tölvuna mína...sem minnir mig á það að ég verð að fara að fjárfesta í nýjum hörðum diski. Smella honum á óskalistann fyrir jólin? ;)

Myndina hér að ofan tók ég á föstudaginn af litla frænda mínum Frey Jökli. Á örugglega eftir að birta fleiri myndir af honum á næstunni því pjakkurinn var allgjör fyrirsæta. Reyndar mest allan tímann á hvolfi að breika, en það er líka gaman ;)

Í gær voru svo þrjár myndatökur hjá mér, 2-3 börn í hverri töku. Í fyrsta skiptið sem ég tek myndir af börnum sem ég þekki ekkert í raun en það gekk bara mjög vel. Skemmtilega krefjandi að reyna að ná til þeirra. Ég vaknaði því með strengi í morgun...

Framundan hjá mér þennan notalega sunnudag...vinna til 23. Farið vel með ykkur!

No comments:

Post a Comment