Tuesday, November 20, 2012

Notalegheit...

...langar aftur norður í snjóinn. Ég var næst því að tárast í morgun, þráði einfaldlega notalegheitin heima og annríki næstu vikna virkaði yfirþyrmandi. Stundum þarf ekki mikið til þess að slökkva á manni. Ég ákvað þó að massa jákvæða hugarfarið, tók tærnar undan sænginni og bjó mig undir að takast á við næstu 20 daga sem "óstöðvandi vélmenni". Afgreiða eitt verkefni og takast á við það næsta. Ég finn þó hjartað tifa fyrir jólalöngunina og kertaljósin heima.  Styttist! Heldur mér gangandi. Notalegheit!

No comments:

Post a Comment