Friday, November 30, 2012

Egon Schiele

Egon Schiele heillar mig. Fyrir utan stórfengleg, lifandi og persónuleg  expressjónísk verk hans þá er hann einfaldlega afskaplega myndarlegur.
Ég get gleymt mér endalaust við að renna í gegnum myndir af verkum hans á veraldarvefnum. Hvernig hann sýnir erótík á blygðunarlausan hátt og tengir hana við ást eins og ekkert sé heilagt. Schiele bókstaflega málar tilfinningar sínar og langanir og er tilbúinn að deila sjálfum sér með okkur í gegnum listina. Hann nær til mín!
Schiele deyr hins vegar eins og margir snillingar alltof ungur. Árið 1918 fá hann og kona hans, Edith sem var komin sex mánuði á leið, spænsku veikina.  Hún deyr 28 október og Schiele deyr 31. október, 28 ára gamall. Hann á að hafa teiknað nokkrar skissur af henni á þeim þremur dögum sem liðu á milli dauða þeirra.Verkjar í hjartað.
Eftirfarandi mynd eftir Schiele er í uppáhaldi kannski líka vegna þess að mamma á útprentun af henni í ramma:


No comments:

Post a Comment