Tuesday, December 4, 2012

"Buddy the Elf - what's your favourite colour?"


Ég er ennþá með smá krampa í hendinni eftir intense próf í morgun þar sem ég þurfti að skrifa stanslaust í þrjá tíma (þyrfti að reyna að hætta að skrifa svona fast þegar ég er stressuð) en höndin mín fær ekkert frí því núna er komið að ritgerðarskrifum.. Ég er samt búin að lofa því að gefa henni smá frí í kvöld og horfa á eina af uppáhalds jólamyndunum mínum : Elf


Hmm.. gæti hafa horft á byrjunina á þessu myndbandi  - leigubílinn - 
nokkrum sinnum.. Ég er svo einföld að ég hlæ alltaf að því ..

Ég er ekkert svakalegur Will Ferrell aðdáandi en þessi mynd er samt svo þægilega í milliveginum á því að vera með ýktan húmor og svo raunverulegan og fyndinn húmor. Svo finnst mér hún líka alveg smá notaleg!

Það er orðið smá jólalegra úti því það er búið að snjóa aðeins (Keilir lítur samt frekar út eins og Sovétríkin í staðinn fyrir Norðurpólinn..) og Elf er fullkomin mynd til þess að gera mann spenntan fyrir jólunum - enda ekki annað hægt en að smitast af ákafa Buddy

"SAAANTAAAAAA!"


p.s. 20 dagar í jólin!


No comments:

Post a Comment