Wednesday, October 31, 2012

Fullkomin byrjun á degi?Dálæti mitt á Erró er næstum vandræðalegt. Það sem mér finnst hann áhugaverður og list hans heillar mig. Hann er einn fyrsti listamaðurinn sem vakti áhuga hjá mér á list þegar ég var barn. Ég var því ekkert sérstaklega hávaxinn þegar sökti mér ofan í ævisögu hans, las allt sem ég fann um hann, hvort sem það var um list eða frjálslegan lífstíl. Við heimsóktum Listasafn Reykjavíkur og skoðuðum sýninguna sem er uppi þar með Erró í tímanum Alþjóðlegri nútímalist í morgun. Ég verð að viðurkenna að ég var búin að sjá þá sýningu nokkrum sinnum áður .. en ég gleymi mér alltaf. 

Á örugglega eftir að tjá mig um aðdáun mína á þessu manni aftur. Það verður að umberast ;)

No comments:

Post a Comment