Tuesday, October 30, 2012

Kuldaboli..og ég

Verð að viðurkenna að ég er ekkert orðin háð því að hafa mig út í myrkrið á kvöldin til þess að skokka. Svo er líka að verða svooo kalt. Tilneydd til þess að skokka meira og stoppa minna til þess að halda á mér hita. Fjandinn. Fyrir utan þá staðreynd að þurfa að hlaupa, til öryggis, af mér allan "ólýðinn" sem gæti leynst í skúmaskotum borgarinnar. Hlaupppaaa, takk. Ákvörðunin að snúsa um morguninn í stað þess að hafa mig í ræktina fyrir skólann er því ekki jafn sjarmerandi þegar ég kem heim á kvöldin... En hver veit nema ég snúsi aftur daginn eftir? Get ekki tekið sénsinn, verð að hreyfa mig núna. Fuck.  

Þegar ég hef hins vegar komið mér út þá er þetta ósköp ljúft. Með tónlist í eyrunum næ ég að hunsa hjartað í buxunum og fer að kunna ágætlega við myrkrið. Ég heillast auðveldlega af ljósum í myrkri. Já...þið sem sjáið í gegnum mig..ég er að reyna að gera miðnætursskokk hugmyndina meira sjarmerandi þar sem hún bíður mín þegar ég hunskast heim. Megi kuldaboli smjatta á kinnunum á mér. Get'kki beðið... ví.

No comments:

Post a Comment