Monday, October 29, 2012

ÁstarsambandÉg hef tekið ástfóstri við Vagabond. Skóna á efri myndinni hef ég þurft að líma saman einu sinni og er bókstaflega að verða búin að nýta allt það besta úr þeim. Samband okkar var yndislegt enda voru þeir til í að hanga næstum alltaf með mér. Pössuðu við allt. Nú eru þeir farnir að láta á sjá aftur og korter í að ég standi í þeim hælalausum.. ætli ég taki ekki hintinu í þetta skiptið? Boða jarðaförina þegar nær dregur. 

Seinni skórnir voru keyptir þegar ég fór að átta mig á að þeirri fyrri yrðu ekki eilífir. Þeir eru líka ljúfir. Kannski ekki alveg eins þægilegir enda aðeins hærri en þeir leggja sig þó alla framm við að reynast mér sem best. Ég kann að meta það. Þar sem ég er samt korter í skóböðul, þá er farið að sjást á þeim enda helst ekki viljað fara úr þeim síðustu mánuði. Þeir hafa verið notaðir á djammið sem og í vinnuna. Ég er í þeim núna.  Þeir púlla þó enn að vera orðnir smá snjáðir að framan svo ég vona að þeir krefjist ekki skilnaðar á næstunni. Ég er allavega ekki tilbúin í sambandslit.  Hins vegar get ég ekki komist hjá því að þrá nýtt par og skapa þar með hinn fullkomna Vagabond þríleik. Elsku Vagabond. Út í búð strax og óvæntar 30.000 kr laumast í vasann minn. 

No comments:

Post a Comment