Wednesday, October 31, 2012

Það er farið að kólna!
Þessa dagana ranka ég við mér að frjósa úr kulda hvern einasta dag. Það er eins og þessi Kuldaboli girnist mig. Hafi virkilega ákveðið að ef ég frostna verði ég hans. Það er því að verða dagleg rútína hjá mér að berjast við þessa óvæntu ást. Farin að íhuga að klæða mig betur, eina ráðið sem mér dettur í hug. Annars held ég að ég yrði ágætis ísdrottning.

Í augnablikinu sit ég á kaffihúsi og drekk heitt grænt te. Er að reyna að mana mig til þess að fara út vitandi að kaldur vindurinn taki á móti mér. Áðan snjóaði. Flestir virðast vera að fjúka hingað inn, vindbarðir með rauð nef. Í gær laumaðist ég til þess að raula jólalag á meðan ég arkaði í bílinn minn sem er ávallt lagður lengst uppí götu, langt frá bænum, langt frá öllum stöðumælum. Held að jólalagaraulið hafi í raun hjálpað mér, hlýnaði í hjartanu og fann því ekki jafn mikið fyrir frostna hálsakotinu..já, ég gleymdi treflinum heima  um morguninn. Hins vegar fékk trefillinn að fljóta með í dag.. sýnist ég samt þurfa á notalegu lagi að halda til þess að komast heil af. Afhverju eru kraftgallar ekki inn í dag? Einn, tveir.. og út eftir smá. 

No comments:

Post a Comment