Friday, October 26, 2012

hvítt, hvítt, hvíttÉg finn að ég laðast alltaf meira og meira að hvítum lit - bæði á fötum og skóm. Það er svo auðvelt að teygja sig í svarta litinn en hvítur er einhvern veginn aðeins áhrifameiri og laðar að sér augað.
Hins vegar er þessi nýlega þráhyggja mín ekkert sérstaklega praktísk því ég tengi hvítt alltaf við minimalískt sem er náttúrulega engan veginn praktískt þegar það er farið að kólna og það er nauðsynlegt að vera í mörgum lögum til þess að frjósa ekki á leiðinni í skólann. Hugsa að ég haldi þá bara áfram ástarsambandinu mínu við hvítar prjónapeysur (og leyfi jafnvel einu og einu hvítu silkipilsi að fljóta með..)Í staðinn fyrir að fara minimalísku leiðina, þá væri jafnvel hægt að taka 90s á þetta. Hvítir platform skór, gallabuxur eða töskur við köflóttar skyrtur og gallavesti - gleðilegt! Áfram 90s!Hvítur og rauður eru upplífgandi saman (og mjög fínir þegar jólin fara að nálgast!). Mig dreymir líka um hvítan og dökkbláan saman með gylltum skartgripum.Hvítt og dreymandi en samt smá rokkað - fáránlega fín blanda!No comments:

Post a Comment