Friday, October 26, 2012

Instagram fíknÉg verð að játa mig instagram fíkil. Kolféll. Þessi tækni ýtir svo í framhaldinu undir veikleika minn. Ég gleymi mér við að taka myndir af laufblöðum á leið í vinnuna, matnum mínum áður en ég borða hann og síbreytilegum freknum á andlitnu á mér. Ég gleymi mér við að fanga lífsins flögr. Vandræðalegt? - getur verið það. En instagram býður upp á að þú póstir myndum af engu og öllu. Það er smá yndislegt? Allavega notalegt athvarf fyrir fíkla eins og mig...

No comments:

Post a Comment