Thursday, November 1, 2012

socks'n'shoes!


Það er mikið vafamál um hvort þetta megi en ég hef alltaf verið einhvern veginn heilluð af því að nota sokka við hæla.. Mér finnst skemmtilegast að nota grófa og þykka sokka við fínlega skó og svo þunna blúndusokka við grófari skó.. en það er líka alveg beauty að nota fína sokka við fína skó og öfugt!Þessa dagana mæli ég samt með því að halda sig við þykku sokkana - það er kalt úti! Kuldaskræfan ég myndi nú samt örugglega aldrei hætta mér í að nota þunna sokka yfir höfuð.. sem leiðir til þess að ég kaupi yfirleitt skó sem eru einu númeri of stórir svo það sé þægilegra að vera í þykkum sokkum við þá. Það leiðir svo til þess að þegar það er loksins komið gott veður, þá passa skórnir mínir ekkert alltof vel. En oh well, þarf víst ekki að hafa áhyggjur af því næstu mánuðina...No comments:

Post a Comment