Thursday, November 1, 2012

Leitin endalausa

 
 
 
 
 
 
 
Öðru hvoru skelli ég mér í sund með öldruðum bæjarbúum Kópavogs klukkan 06:30 á morgnanna. Virkilega unaðslegt ;) Ég er oftar en ekki glær og hálf sofandi og leyfi mér að vakna hægt og rólega á meðan ég syndi. Verðlauna mig svo með gufu þar sem ég lek niður eins og lin leirklessa, sperri þó eyrun enda oft áhugavert að hlusta á viskubrunnanna í gufunni spjalla.  Ég er oftast eini vitleysingurinn þarna á mínum aldri. Það fær mig til þess að vera enþá afslappaðri í útliti og bókstaflega sama þó að blautt taglið sé ekki ómótstæðilegt við þreytulegt andlitið og sundbolurinn sé ekki að gera neitt fyrir mig. Þessar morgunferðir mínar eru virkilega afslappandi og uppskrift af notalegri byrjun á degi. Útlispælingar fjarri enda gætu aldraðar dömurnar ekki verið rólegri með sundhetturnar sínar, vopnaðar froskalöppum. Hins vegar myndi ég ekki segja nei við hinum fullkomna sundbol ef ég rækist á hann. Oft efast ég um tilvist hans..en svo rekst ég á einn og einn í glanstímaritum eða á flakki um veraldarvefinn og fyllist aftur von. Lífið væri örlítið sætara ef maður ætti einn ofur fínann fyrir kvöldferðirnar í pottinn. Ég læt mér dreyma..

No comments:

Post a Comment