Monday, October 29, 2012

Sweater Weather


Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggann var hellirigning, þoka og vindur sem var hægt og rólega að vinna í því að blása eina trénu á svæðinu í burtu.. en eftir að hafa búið á Reykjanesinu í rúmlega tvo mánuði, þá er ég svo sem hætt að búast við öðru.
Sem betur fer, þá býr fataherbergið mitt yfir mörgum hillum sem eru flestallar fullar af mjúkum, hlýjum peysum.


Hvernig ég endaði hins vegar á því að fara í skólann í glimmerpilsi og bol sem getur engan veginn talist vera hlýr, veit ég ekki...


langar að taka mynd af peysusafninu mínu í svona kósý hrúgu eins og á efstu myndinni..


No comments:

Post a Comment