Monday, October 29, 2012

Let the sky fall, when it crumbles..


Nætursýning á Skyfall í Smárabíó virkaði sem súper góð hugmynd í gærkvöldi. Fjórum tímum seinna, að sýningu lokinni .. ekki jafn spennandi. Endaði með að sofa yfir mig en drífa mig samt af stað í tíma. Mætti spræk 40 mín of seinn, húbbahúllahúllahúllahúbbahúllahúllaJEJ! Frábær mánudagsbyrjun :)
Annars var Skyfall bara góð! Daniel Craig alltaf jafn eitur harður. Segi ekkert að söguþráðurinn hafi verið einstakur, en hann virkaði alveg. Ástin mín Javier Bardem var ógeðslegur og ekkert þokkafullur í útliti. Ljóst hár fer honum ekki. Mun gera mitt besta til þess að má út þessa mynd af honum í huga mér. 
Partur af því ferli er að horfa á þetta einstaka myndbrot af honum, nokkrum sinnum:..ahh, líður betur. Held þetta verði fín vika :)

No comments:

Post a Comment