Saturday, October 27, 2012

groupies


Á sjöunda áratugnum var heilt blað af Rolling Stone tímaritinu tileinkað grúppíum. Á þessum tíma voru grúppíurnar orðnar mjög þekkt fyrirbæri og þóttu sjálfsagður fylgihlutur tónlistarmanna. Þær lögðu sig allar fram við að klæða sig og mála á áberandi hátt, eltu hljómsveitir á tónleikaferðalögum og vissu smáatriði um líf þeirra til þess að fá athygli. 
Þessar stelpur voru flestar háðar eiturlyfjum því þær urðu fyrir áhrifum frá tónlistarmönnunum sem þær héngu í kringum. Tónlistarmenn þessa tíma tóku grúppíunum vel og leyfðu þeim stundum að fylgja sér á tónleikaferðalögum eða hringdu í þær þegar þeir áttu að spila í borginni þar sem þær bjuggu.
Þær voru þekktar fyrir mjög mikið frjálslyndi. Sumar þeirra sérhæfðu sig í því að sofa hjá sem flestum frægum tónlistarmönnum á meðan aðrar einbeittu sér að einum manni eða hljómsveit.


 Mér finnst mjög gaman að skoða myndir af þessum konum og sjá hvernig þær litu út - það er eitthvað við attitude-ið hjá þeim sem er svo sérstakt og heillandi... og í lokin, til þess að gleðja, er ein mynd af Bítlaaðdáendum í geðshræringu á tónleikum!


p.s. mig langar í efstu myndina innrammaða og upp á veggNo comments:

Post a Comment