Saturday, November 17, 2012

Yatzy!
Það getur verið svo notalegt að spila. Í dag sátum við inni við kertaljós og spiluðum Yatzy á meðan það mok snjóaði úti. Notast var við allskyns kast aðferðir. Blásið var á teningana og þeim velt um í lófanum á vissan hátt. Sumir voru afar sigurglaðir á meðan aðrir voru frekar tapsárir. En ég vil meina að ég hafi þó höndlað tapið þokkalega, yfir hundrað stigum á eftir þeim næst síðasta. Tengingarnir voru ekki að fara vel með mig í dag.. 


No comments:

Post a Comment