Tuesday, November 6, 2012

the books they gave me


Ein uppáhalds síðan mín á tumblr er http://thebookstheygaveme.tumblr.com/

Þar setur fólk inn sögur um bækur sem þeim hefur verið gefið. Í flestum tilfellum eru það fyrrverandi kærastar og kærustur sem hafa gefið bókina.
Það sem mér finnst áhugaverðast við síðuna er það að fólk er ekkert endilega að segja frá þekktum bókum heldur einbeitir sér frekar að bókum sem höfðu áhrif á það eða sem það getur tengt við ákveðnar minningar. 
Flestir skrifa líka um bækur sem þeir fengu fyrir mörgum árum og þeir hafa þá fengið tækifæri til þess að leyfa bókinni að fá gildi.
Færslurnar eru nærri undantekningarlaust mjög vel skrifaðar og úthugsaðar. 
Ég get gleymt mér i langan tíma við að fletta þarna í gegn og lesa sögurnar.

http://thebookstheygaveme.tumblr.com/post/31269847502/pynchon
 Þetta er ein uppáhaldsfærslan mín

http://thebookstheygaveme.tumblr.com/post/34567162167/curiosity-killed-the-cat-lover-the-books-they-gave-me#notes
Og mér finnst þessi mjög sæt.

No comments:

Post a Comment