Wednesday, November 14, 2012

Anne Shirley
Ég man þegar ég var lítil og uppgötvaði bækurnar um Önnu. Þá opnaðist heill ævintýraheimur sem ég þreyttist aldrei á að lesa um (hverjum hefði dottið í hug að lítil kanadísk eyja væri svona yndislega spennandi?) og mun líklegast aldrei hætta að halda upp á. Enn þann dag í dag græt ég yfir fyrstu bókinni, hlæ yfir uppátækjum Davíðs í annarri bókinni, lifi milli vonar og ótta nóttina sem Gilbert er að deyja í þeirri þriðju og fæ gleðihnút í magann þegar þau Anna og Gilbert ná loksins saman.
Ó elsku Matthías!
Anna er svo góð hetja - og það var svo gaman að alast upp með henni. (Eg er kannski farin að hljóma svolítið skringilega hérna, en í hreinustu alvöru, þá er varla hægt að finna betra átrúnaðargoð en Önnu.)


Í alvörunni, hver féll ekki fyrir Gilbert?
Ég hélt alla vega alltaf með honum!
         Þetta er falleg og hjartnæm saga um vináttu og ást - hver hefur ekki gott af því að lesa um það?
Ég er alla vega búin að plana að koma mér vel fyrir undir teppi um jólin með disk af smákökum nálægt (og kannski nokkur tissjú fyrir fyrstu bókina) og lesa bækurnar í gegn við ljós frá kertum og jólaseríum. Get varla beðið...


Falleg vinátta!


...Og í lokin er svo smá áminning: ekki kalla rauðhært fólk gulrætur!


Ætlaði alls ekki að spamma með myndum en stóðst ekki freistinguna - á miklu fleiri í tölvunni minni.
P.s. mæli klárlega með myndinni!  Allir leikararnir eru fullkomnir! Ætla lika að horfa á hana um jólin

No comments:

Post a Comment